Mojito

Það þarf varla að kynna Mojito fyrir Íslendingum, þvílíkar eru vinsældir þessa unaðslega drykk á börum og veitingahúsum. Þetta er kokkteill í flokki svokallaðra „smash“ drykkja þar sem uppistaðan er sykur, mynta, sterkt áfengi og mulinn ís. Best er að gera þennan drykk í háu highball-glasi.

Hér er klassísk Mojito-uppskrift:

  • 4 cl. af gylltu rommi
  • Safi úr hálfri límónu
  • 6-8 myntulauf og fleiri til skreytingar
  • 2 tsk. hrásykur
  • Sódavatn

Kreystið safann úr límónunni í glasið. Bætið í sykri og myntulaufunum og blandið vel saman. Það þarf að merja myntulaufin aðeins og best er að nota til þess sérstakan Mojito-staut sem hægt er að kaupa í betri búsáhaldabúðum. Sé slíkur ekki til staðar er hægt að nota skeið. Fyllið glasið af klakamulningi, bætið romminu saman við og hrærið. Hellið loks skvettu af sódavatni saman við og skreytið með myntulaufum og afganginum af límónunni.

Þið getið svo lesið meira um sögu Mojito með því að smella hér. 

Deila.