Indversk kryddgrjón

Hrísgrjón eru yfirleitt ómissandi með indverskum mat. Hérna er leið til að gera þau bragðmeiri og ekki síst litríkari.

  • 4 dl Basmatigrjón
  • 1 tsk turmerik-krydd
  • 5 negulnaglar
  • 1 kanilstöng
  • 3 lárviðarlauf
  • Salt

Setjið grjónin í pott ásamt vatni. Bætið kryddunum útí og blandið saman. Sjóðið rólega. Takið lárviðarblöðin og negulnaglana úr þegar grjónin eru tilbúin.

 

Deila.