Raita

Þetta er hin sígilda indverska jógúrtsósa sem kælir vel kryddið í matnum.

  • 1 dós grísk jógúrt
  • 1 lítil lúka af söxuðum myntublöðum
  • 1 agúrka, flysjuð, fræhreinsuð og rifinn gróft á rifjárni
  • 1/2 tsk Cayenne-pipar
  • 1 tsk  cummin
  • Salt og pipar

Setjið jógúrtið í skál og blandið öðrum hráefnum saman við með gaffli. Kælið í ísskáp.

Deila.