Criollo Cabernet Shiraz 2008

Þetta er ungt og létt rauðvín frá Argentínu í ódýrari kantinum, raunar orðið mjög sjaldgæft að maður sjá verð á þessu róli, því miður.

Í nefinu sólbakaður berjasafi, krækiber og sólber, sæmilega þykkt og svolítið kryddað. Hefur þokkalega lengd og með mildum tannínum í munni.

Með pizzum eða grillkjöti með BBQ-sósu.

1.359 krónur. Ágætis kaup.

 

Deila.