Saint Clair Vicars Choice Sauvignon Blanc 2008

Það er eitthvað með Nýja Sjáland og Sauvignon Blanc sem smellpassar. Það er enginn furða að þessi franska þrúga skuli vera mest ræktaða þrúgan í vínhéraðinu Marlborough, nyrst á suðureyju Nýja-Sjálands. Hún dafnar óvíða betur í heiminum.

Saint Clair Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2008 er dæmi um það. Skarpur og sætur greipávöxtur og niðursoðnar apríkósur í nefinu, grösugt. Þægilegt jafnvægi sætu og ferskrar sýru í munni, hreint og langt bragð. Það er mikið líf og hressleiki í þessu víni.

Með flestum sjávarréttum eða eitt og sér.

1.891 króna. Mjög góð kaup. Fjórða stjarnan fyrir samspil verðs og gæða.

 

Deila.