Banfi Le Rime 2008

Þetta milda og spræka hvítvín frá Banfi er blanda úr þrúgunum Chardonnay og Pinot Grigio. Hvorug þeirra á uppruna sinn að rekja til Toskana, þaðan sem þetta vín kemur, en dafna þar alveg ágætlega eins og dæmin sýna.

Banfi Le Rime 2008 er létt og ferskt, eitt af þessum ljúfu ítölsku hvítvínum sem henta svo vel á sjóðheitum dögum eða vekja upp minningar um slíka daga. Mild angan af eplum og blómum, í munni brakandi ferskt og létt.

1.998 krónur.

 

Deila.