Gott hangikjöt er tilvalið að borða hrátt líkt og um hráskinku væri að ræða. Með því að útbúa eftirfarandi sósu er kominn réttur sem er tilvalinn á kalda jólaborðið við hliðina á til dæmis frönsku jólapaté og jólasíld með eggjum og kartöflum.
Sósan er útbúin svona: Fersk rifin piparrót og 1/2 tsk sykur, eða nokkrar skeiðar af piparrótarmauki (chrzan) sem fæst í pólsku búðinni, Mini Market. Hrært út í dós af sýrðum rjóma, gjarnarn örlitlum þeyttum rjóma bætt út í til að létta. Saltað og piprað.
Berið fram með gulum melónusneiðum.