Grillaðar kjúklingabringur með hvítlaukssmjöri

Það er best að nota kjúklingabringur á beini í þessari uppskrift. Ef þið finnið ekki slíkar er alltaf hægt að búta heilan kjúkling niður og grilla lærin með.

  • 4 kjúklingabringur
  • 50 g smjör
  • 5 stórir hvítlauksgeirar, pressaðir eða mjög fínt saxaðir
  • 1 lúxa fínsaxaður graslaukur
  • 1 dl hvítvín
  • Salt og pipar

Stappið saman smjör, hvítlauk og graslauk með gaffli. Saltið og piprið. Leysið húðina frá bringunum með mjóum hníf og dreifið smjörinu undir, ca 1-2 teskeið af hvítlaukssmjöri þarf á hverja bringu.

Bræðið afganginn af smjörinu í litlum potti á vægum hita ásamt hvítvíninu. Grillið bringurnar og byrjið á skinnhliðinni. Snúið reglulega og penslið með smjörblöndunni.

Berið fram með stökku grilluðu salati, t.d. jöklasalati eða radicchio. Gott er að blanda smá ólívuolíu saman við grænmetið og grilla stutt í álbakka. Hrísgrjón eru einnig góð með.

Ferskt og ávaxtaríkt hvítvín með, s.s. Montes Chardonnay.

Deila.