Hér er skemmtilegt afbrigði af vodka-mojito þar sem Raspberri vodka og hidndber gefa fallegan lit og gott bragð.
4 cl Absolut Raspberri
1-2 tsk hrásykur
10-12 myntulauf
½ lime í bátum
4-6 hindber (fersk eða frosin)
Sódavatn
Aðferðin er sú sama og þegar við gerum hefðbundin mojito. Limebátarnir, myntublöðin og hindberin sett í glas og mulin með barskeið eða þartilgerðum muddler. Absolut Raspberri hellt yfir, glasið fyllt með muldum klaka og fyllt upp með sódavatni í lokin. Ef þið viljið hann sætari er hægt að nota Sprite í staðinn fyrir sódavatn.
Drykkurinn er fallega tvískiptur eins og á myndinni í fyrstu en svo er gott að hræra öllu saman með skeið eða kokkteilpinna til að sameina brögðin.