Ca Rugate San Michele Soave Classico 2009

Tessari-fjölskyldan  hefur stundað vínrækt um langt skeið en hóf fyrst  að framleiða vín undir nafninu Ca’ Rugate árið 1986. Þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur notið vaxandi hylli og með opnun á nýrri víngerð árið 2001 verið í mikilli sókn.

Heimaslóðir Tessari eru á svæðinu Soave og er fjölskyldan í hópi þeirra framleiðenda sem sýna og sanna að þrátt fyrir að allt of mikið sé framleitt af dapurlegum Soave er hægt að gera frábæra hluti á svæðinu. 

San Michele er hreint Garganega-vín. Þurrt með brakandi ferskum peru- og ferskjuávexti, kamillu og hvítum blómum. Þéttriðið með hressilegri sýru og ferskleika. Virkilega gott matarvín, sem fellur vel að pastaréttum en einnig matargerð undir asískum áhrifum.

Reynið t.d. með risarækjum með kóríanderpestó.

2.597 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.