Vífilfell styrkir Klúbb matreiðslumeistara

Klúbbur Matreiðslumeistara og Vífilfell hafa gert með sér samning til fjögurra ára sem tryggir Klúbbi Matreiðslumeistara umfangsmikinn stuðning á hverju ári.  Þessi mikli stuðningur hjálpar til við að byggja upp til framtíðar metnaðarfullt starf Klúbbsins sem allt er unnið í sjálfboðavinnu.  Þetta er í fyrsta skipti sem Klúbbur Matreiðslumeistara skrifar undir samning við drykkjarvörufyrirtæki og því tímamót hjá Klúbbnum.

Vífilfell hefur unnið lengi með klúbbnum og komið að árlegu Galakvöldi klúbbsins undanfarin ár, en núna er það samstarf tekið lengra og nær nú til allrar starfsemi klúbbsins.  Vífilfell var kleift að ganga að þessum samningi með dyggum stuðningi frá Kampavínshúsunum Bollinger og Ayala sem leggja til hluta kostnaðarins.

Deila.