Norton Cabernet Sauvignon Reserva 2007

Vínhúsið Norton í Mendoza í Argentínu er traustur kostur í argentínskum vínum og framleiðir vín sem eru í senn bæði klassískt argentínskt og nútímaleg.

Við fjölluðum nýlega um ódýrari útgáfuna af Cabernet Sauvignon og Reserva-vínið, sem er einhverjum hundraðköllum dýrara, stendur sig ekki síður í sínum verðflokki. Þetta er dökkt og nokkuð þungt vín, með þroskuðum, krydduðum sólberja- og plómuávexti. Kaffi- og súkkulaðitónar í nefi, langt og þykkt í munni. Steikarvín.

2.295 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.