Það er ekki algengt á Íslandi að nota ákavíti í kokkteila þótt vissulega njóti ákavítið mikilla vinsælda. Það getur hins vegar verið skemmtilegt tilbreyting að nýta ákavítið við kokkteilgerðina líkt og þessi kokkteill frá Aðalsteini Jóhannessyni sýnir vel.
3 cl Aalborg Jubileums
1 cl De Kuypier Cherry
Trönuberjasafi
Byggið kokkteilinn upp í háu long-drink glasi. Byrjið á því að fylla með klaka, þá ákavítið, síðan líkjörinn. Fyllið upp með trönuberjasafa og hrærið.