Bernard Defaix Petit Chablis 2009

Vínin frá Chablis skiptast upp í fjóra flokka. Efst tróna Grand Cru-vínin. Einföldust eru hins vegar Petit Chablis sem eru vín ræktuð á ekrum þar sem jarðvegssametningin er önnur en á Chablis-ekrunum. Þetta eru einfaldari vín, en einnig töluvert ódýrari en sjálf Chablis-vínin að ekki sé nú minnst á Premier Cru og Grand Cru.

Bernard Defaix Petit Chablis 2009 er dæmi um vel gerðan Petit Chablis sem er eins og einfaldur Chablis. Ferskt, nokkuð sýruríkt með angan af þrúgum, jörð og heslihnetum. Þægileg sítrussýra í munni, sætur grænn berjaávöxtur, góður ferskleiki.  

Með skelfiski og léttum sjávarréttum.

2.390 krónur. Góður kreppu-Chablis.

 

Deila.