Blue Hawaii

Hér er einn suðrænn og seyðandi í skammdeginu þar sem Curacao-líkjörinn gefur fallegan grænbláan lit er hann blandast við ávaxtasafana.

3 cl Absolut Mandarin

1,5 cl De Kuyper Blue Curacao

2 cl appelsínusafi

2 cl ananassafi

Fyllið long drink-glas að hálfu  með klaka. Hellið söfunum í og loks Blue Curacao. Skreytið t.d. með kokkteilberi eða ávaxtasneið.

Deila.