Beso de Vino Seleccion 2009

Beso de Vino eru vín frá Carinena á Spáni sem vakið mikla athygli fyrir mikil gæði og lágt verð. Vínið Seleccion er fyrst og fremst úr þrúgunni Syrah (85%) í bland við Garnacha.

Seleccion er dökkfjólublátt og þétt á lit, angan þess dimm, krydduð og heit, bláberjasafi, lakkrís, reykur og eik, nokkuð kryddað. Þykkt í munni, mjúk tannín, apótekaralakkrís. Hreinlega hörkuvín, sem er fínt að gefa smá tíma til að opna sig. Fínt með grilluðu kjöti, nauti eða lambi.

1.850 krónur!! Fær hálfa stjörnu í viðbót fyrir verðið. Frábær kaup.

 

 

Deila.