Kjúklingur með tagliatelle og valhnetusósu

Það er vinsælt á Ítalíu að nota hnetur í rétti af öllu tagi líkt og í þessari pastasósu með kjúkling og ristuðum valhnetum.

 • 600-800 g beinlausar kjúklingabringur eða læri, skorin í litla bita
 • 400 g Tagliatelle
 • 3 dl valhnetur, ristaðar og saxaðar
 • 2,5 dl kjúklingasoð
 • 2,5 dl rjómi/matreiðslurjómi
 • 1 paprika, fínsöxuð
 • 3 skalottulaukar, fínsaxaðir
 • 3 msk fínsöxuð steinselja
 • 1 tsk múskat
 • ½ tsk Cayenne
 • Salt og pipar

Ristið hneturnar í 200 gráðu heitum ofni í 15-20 mínútur. Saxið.

Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum.

Hitið 2-3 msk af olíu á pönnu. Steikið kjúklingabitana þar til þeir hafa tekið á sig góðan lit. Saltið, piprið, takið af pönnunni og geymið.

Mýkið papriku og skalottulauk ásamt múskati og Cayenne á pönnunni  á miðlungshita í um 5 mínútur. Setjið helminginn af ristuðu hnetunum út á og veltið um á pönnunni í 2 mínútur.

Bætið kjúklingasoði og rjóma út á. Sjóðið niður í 3-5 mínútur. Bætið kjúklingnum aftur út á ásamt steinselju og afganginum af hnetunum. Látið mallla í 1-2 mínútur. Bætið saman við pasta og berið strax fram með nýrifnum Parmesan-osti.

Deila.