Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2009

Þótt fleiri rauðvín hafi bæst í Alpha-línunna hjá Montes er Cabernet Sauvignon ennþá hornsteinninn. Vínið kemur frá Colchagua-dalnum sem er að verða eitt besta vínræktarsvæði Chile þegar rauðvín eru annars vegar.

Sætur ávöxtur, sultuð kirsuber og sólber í bland við súkkulaði, mokka og brenndan sykur en jafnframt léttari blómaangan. Heitur nýjaheims-cabernet í munni, mjúkt og mikið en næga sýru til að gefa ferskleika. 14,5% að styrkleika en fer lítið fyrir því.

2.799 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.