Concha y Toro Trio 2009

Trio-línan frá Concha y Toro er eins og nafnið gefur til kynna þrenning. Í sumum tilvikum er um að ræða blöndu af sömu þrúgu frá þremur ekrum. Hér eru það hins vegar þrjár þrúgur sem mynda þrenninguna, allar ræktaðar í Casablanca-dalnum, þar sem aðstæður til hvítvínsframleiðslu eru hvað bestar í Chile.

Blandan er svolítíð sérstök, þrúgurnar Chardonnay, Pinot Grigio og Riesling. Og allar ná þær í gegn í víninu. Maður sveiflast á milli þykktarinar í Pinot Grigio, hinnar arómatísku Riesling og fersku Chardonnay. Vínið ferskt, með sætum þykkum ávexti, nokkuð sítrusmikið en þó í ólíkum útgáfum, sætum, jafnt sem ferskum lime- og greipávexti, einnig apríkósur. Skemmtilegt vín.

1.999 krónur. Góð kaup.

 

Deila.