Grísk pizza

Áleggið á þessari pizzu er margt af því sem hvað algengast er að nota í grískri matargerð og hvers vegna ekki að bera fram grískt salat með þessari pizzu?

  • 1 skammtur pizzadeig
  • 2/3 dl ólívuolía + 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1-2 stórar mozzarellakúlur
  • Fetaostur (kubbur, ekki í olíu)
  • 1 lítill rauðlaukur
  • svartar ólífur
  • grillaðar paprikur í dós
  • 6-8 sveppir
  • óreganó
  • salt og pipar

Fletjið deigið út. Pressið hvítlauksgeirana og blandið saman við ólívuolíuna. Smyrjið botninn með hvítlauksolíunni. Skerið mozzarellaostinn í skífur og dreifið um botninn. Myljið niður festaost og dreifið um botninn. Skerið rauðlauk, sveppi og ólívur í sneiðar og dreifið um botninn. Dreifið nokkrum grilluðum paprikusneiðum yfir. Sáldrið óreganó yfir. Saltið með smá góðu Maldon-salti og nýmuldum pipar.

Bakið við hæsta mögulega hita í ofni eða á grilli þar til að botninn er stökkur og osturinn hefur bráðnað.

Berið fram með góðu hvítvíni t.d. Villa Antinori Bianco.

Deila.