Lapostolle Casa Cabernet Sauvignon 2010

Lapostolle-fjölskyldan franska er þekktust fyrir framleiðslu á Grand Marnier-líkjörnum en hún fjárfesti einnig í víngerð í Chile á síðasta áratug og átti þar samvinnu við víngerðarmanninn Michel Rolland. í „Casa“-línunni eru ung og tiltölulega ódýr vín.

Þetta er snorturt Cabernet-vín, áberandi dökk sólber og rifsber í nefi í bland við kryddjurtir, aðallega myntu. Ungt og þægilegt í munni með sætum, mjúkum ávexti. Með öðrum dæmigert fyrir Chile, kannski frekar en Rapel-dalinn sérstaklega þaðan sem vínið kemur, og í þeim mjúka stíl sem oft er sérsniðinn fyrir Bandaríkjamarkað. Ágætis grillvín.

2.198 krónur.

Deila.