Eplakaka – þessi gamla góða

Þessi klassíska eplakaka er alltaf jafngóð og klikkar aldrei.

  • 200 g smjör (við stofuhita)
  • 3 egg
  • 4 dl hveiti
  • 2,5 dl  sykur
  • 1 tsk    lyftiduft
  • 1 dl      rjómi
  • 1,5 tsk vanilludropar
  • 2 græn Granny Smith-epli
  • kanilsykur

Byrjð á því að flysja epli,kjarnhreinsa og skera í bita.

Hrærið saman smjör og sykur í ljósa blöndu. Hrærið næst eggin saman við, einu í einu.

Blandið hveiti og lyftidufti saman og hrærið síðan saman við blönduna. Loks er rjóma og vanilludropum hrært saman við.

Setjið í smurt 24 sm form. Stingið eplabitunum ofan í deigið og sáldrið loks um tveimur matskeiðum af kanilsykri yfir.

Bakið við 175 gráður í um 45 mínútur. Leyfið að kólna aðeins og berið fram með þeyttum rjóma.

Deila.