Asísk kjúklingasúpa

Þessi kjúklingasúpa er asísk, þarna eru indversk áhrif en líka og ekki síður taílensk. Hún er sterk, sem er eitt af því sem gerir hana svo ljúffenga.  Þeir sem vilja minni (eða engan) geta fræhreinsað chilibelginn, minnkað chilimagnið eða sleppt því. Við mælum hins vegar með að chilinu sé ekki sleppt að öllu leyti.

 • 400 g beinlaust kjúklingakjöt, lundir, bringur eða læri, skorið í bita
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2-3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
 • 1 lítill rauður chilibelugr, fræhreinsaður og fínsaxaður
 • 2 gulrætur, rifnar á grófu rifjárni
 • 1 grænt epli, flysjað og rifið á grófu rifjárni
 • 1 l kjúklingasoð
 • 2 dl kókosmjólk
 • 1 msk rifin engiferrót
 • 2 tsk karríkrydd
 • salt og hvítur pipar
 • ferskur saxaður kóríander

Undirbúið grænmeti, saxið og rífið niður.

Hitið olíu í potti og mýkið lauk, hvítlauk, chili og engifer í 4-5 mínútur á miðlungs hita. Bætið því næst rifnu gulrótunum og eplinu. Bætið við karrý og hrærið öllu vel saman. Leyfið að malla í nokkrar mínútur og hrærið í.

Bætið við, leyfið suðunni að koma upp, lækkið hitann og látið malla í 15 mínútur.

Smjörsteikið kjúklingabitana  á pönnu í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið (með hvítum pipar).

Setjið kjúklingabitana í pottinn ásamt kókosmjólkinni. Látið malla í um 5-10 mínútur.

Bætið söxuðum kóríander út í og berið fram.

 

 

Deila.