Pfaffenheim Pinot Gris Réserve 2011

Pinot Gris þrúgan á sér nokkur nöfn og getur tekið á sig ýmsar myndir. Í Alsace í norðausturhluta Frakkland nær hún oft nær fullkomnun og myndar stórkostleg matarvín, sem kosta hins vegar ekki formúu miðað við gæði.

Þetta er „Réserve“-vínið frá vínbændunum í Pfaffenheim en það er gert úr þrúgum sem eru tíndar síðar en þær sem fara í „venjulega“ Pinot Gris-vínið og hafa þar þar af leiðandi náð meiri þroska. Stundum eru greinileg eðalmyglu-tónar í slíkum vínum, líkt og í bestu sætvínunum. Það á þó ekki við um þetta vín, það hefur ferskan en afskaplega djúpan og þroskaðan ávöxt, ferskjur, apríkósur og engifer, í munni þykkt, feitt, all nokkur sæta í ávextinum en jafnframt með góðri, ferskri sýru sem léttir vínið.

Reynið þetta vín með t.d. með krydduðum austurlenskum mat, t.d. asískri kjúklingasúpu.

2.895 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.