Marchese Antinori Chianti Classico Riserva 2008

Vínið Marchese Antinori hét hér áður fyrir Tenute Marchese Antinori. Þetta er blanda úr þrúgunun Sangiovese (90%) og Cabernet Sauvignon og þrúgurnar koma af bestu ekrum Antinori-fjölskyldunnar á Chianti Classico-svæðinu í Toskana,  s.s. Tignanello, Badia a Passignano og Peppoli.

Stíllinn er nútímalegur, vínið dökkt, kröftugt og eikað. Það fyrsta sem tekur á móti manni er þung og mikil angan af eik, reykur, vanilla og dökkt súkkulaði. Dökkur, þroskaður ávöxturinn brýst hins vegar hratt í gegn og rennur saman við eikina, plómur, kirsuber og sólber, vottur af leðri. Mjúk og þétt tannín, vínið þykkt, mikið og langt. Minnir svolítið á Tignanello í stílnum.

3.699 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.