Lifrarkæfa á jólaborðið

Lifrarkæfa þykir ómissandi á dönskum jólaborðum og sú hefð hefur líka fyrir löngu fest rætur hér á landi. Þessa uppskrift fengum við frá kokkunum á Satt á Icelandair Natura Hótel.

 • 400 g grísaspekk
 • 2 laukar
 • 2 epli
 • 100 g kryddsíld

Setjið einu sinni í gegnum hakkavél

 • 1 kg grísalifur

Setjið allt aftur í gegnum hakkavélina ásamt grísalifrinni.

 • 4 tsk pipar
 • 3 tsk salt
 • 1/4 tsk mulinn negull
 • 1/4 tsk kanill
 • 1/2 tsk allspice
 • 3 egg
 • 4 msk hveiti

Blandið þurrefnum og kryddum saman við lifrarblönduna og setjið í form. Bakið í vatnsbaði við 90 gráður þar til að kjarnhiti nær 70 gráðum.

Kælið eða berið fram heitt með steiktum sveppum og beikoni. Það er líka gott að hafa danskt rúgbrauð og súrar gúrkur með.

Skoðið líka uppskrift að Frönsku jólapaté

Deila.