Laroche Chablis 2011

Laroche-fjölskyldan er eitt af nöfnunum sem að maður virðist alltaf geta treyst þegar að Chablis-vín eru annars vegar. Michel Laroche, sem nú er við stjórnvöldin er af fimmtu kynslóðinni sem að kemur við sögu vínhússins og hefur gert það að einu hinu fremsta í Chablis.

Michel Laroche er einn þeirra sem hefur notað eik við víngerðina, þvert á hefðina, í þessu víni kemur hún hins vegar hvergi við sögu. Þetta er ljóst, bjart og ungt vín. Sítrus, mandarínubörkur,  græn epli/perur, vottur af kalki í nefi. Mjög ferskt í munni, sýruríkt með góðum, míneralískum ávexti.

2.898 krónur.

Deila.