Tommasi Appasimento Graticcio 2010

Apassamento-vínin fá Tommasi eru að hluta gerð úr þrúgum sem hafa verið þurrkaðar um nokkurra vikna skeið áður en að þær eru pressaðar. Þessi aðferð er fyrst og fremst bundin við Valpolicella-svæðið á Norður-Ítalíu og þekktustu vínin sem þannig eru gerð heita Amarone og Ripasso.

Þetta setur líka svip sinn á karakter vínsins, angan af reyk, malbiki og þurrkuðum plómum, rúsínum, hóstasaft og kryddum, vanillustöng. Þykkt og mjög mjúkt í munni, góð fylling. Hefur gott af því að anda í smástund. Tilvalið matarvín, t.d. með pastasósum þar sem tómatar eru notaðar, t.d. pasta með ítölskum pylsum.

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fær hálfa viðbótarstjörnu fyrir hlutfall verðs/gæða.

Deila.