Hugel-fjölskyldan hefur framleitt hvítvín í Alsace um aldaraðir og er einn af leiðandi framleiðendum héraðsins.
Gewurztraminer 2010 frá Hugel er mjög fínlegt og arómatísk hívtín, krydduð blómaangan, sítrus og suðrænir ávextir, þurrt og seiðandi í munni, langt og mjúkt. Yndislegt matarvín, reynið t.d. með hangikjöti og piparrótarsósu, það smellpassar.
2.797 krónur.Mjög góð kaup.