Trivento Reserve Cabernet Sauvignon Malbec 2011

Argentína hefur verið að sækja í sig veðrið og þá ekki síst þrúgan Malbec, sem hér er blönduð annarri franskri þrúgu, Cabernet Sauvignon.

Plómur, vanilla, karamella og bláberjasafi í nefi, ávöxturinn heitur og feitur. Í munni þykkt og mjúkt, mjög mjúk tannín. Ljúft og þægilegt vín.

1.899 krónur. Góð kaup.

Deila.