San Clemente 2008

Montepulciano d’ Abruzzo er hérað sem framleiðir endalaust af  ódýrum og oftar en ekki ágætum vínum. San Clemente er hins vegar eitt af ofurvínum héraðsins – risi sem trónir yfir hin hefðbundnu Abruzzo-vín.

Dökkt, angan af púðursykri, súkkulaði, vanillu og karamellu, eikin sem sagt ríkjandi. En samt ekki þannig að hún valti yfir allt því að þarna er líka dökkur og mikill sólberjaávöxtur í bland við lakkrís og krydd. Virkilega flott og tignarlegt vín.

5.465 krónur.

Deila.