Castello Banfi Brunello di Montalcino 2007

Banfi er eitt þekktasta nafnið í víngerðinni í Toskana ekki síst vegna þess hversu ríkjandi fyrirtækið hefur verið á Bandaríkjamarkaði. Það eru mörg ágætis Banfi-vín til en hjartað í vínframleiðslu Castello Banfi er og verður Brunello di Montalcino vínin sem ræktuð eru í hæðunum í kringum þorpið Montalcino suður af Siena.

Bjart, ávaxtaríkt, kryddað, ávöxturinn einkennist af rauðum, þroskuðum berjum, rifsberjum og skógarberjum, kryddjurtir, tekur þetta á elegansinum en ekki kraftinum. Seyðandi og fínlegt út í gegn með undirliggjandi krafti. Umhellið með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara og geymið gjarnan í nokkur ár. Þetta er vín sem verður að fá mat, góð nautasteik með villisveppum væri t.d. kjörin með.

6.199 krónur.

Deila.