Baron de Ley Gran Reserva 2004

Árgangurinn 2004 var einn af þeim stærstu í Rioja og það sýnir sig vel í þessu víni sem hefur verið geymt í 30 mánuði í frönskum og amerískum eikartunnum áður en það var sett á flösku.

Þessi Gran Reserva frá Baron de Ley í Rioja er ansi mögnuð, liturinn enn þéttur og fínn en farinn að sýna nokkurn þroska í litnum. Eik og ávöxtur hafa runnið fullkomlega saman, jarðbundið, sæt angan, berjabaka og vanilla, karamella, tóbak og reykur. Mikil og fín fylling, lifandi og þétt tannín, góð sýra, bragðið endist og endis. Hágæða Rioja.

3.998 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.