Heimatilbúið rauðkál með appelsínu

Heimatilbúið rauðkál er oft punkturinn yfir i-ið með jólasteikinni. Það er hægt að gera á ýmsa vegu en í þessari uppskrift er notaður appelsínusafi og rifinn appelsínubörkur til að gefa skemmtilegt bragð.

  • 1  rauðkálshöfuð
  • 3 msk ólífuolía
  • 2 laukar, sneiddir í þunnar sneiðar
  • 2 appelsínur, safinn pressaður og börkurinn rifinn
  • 2 dl rauðvínsedik
  • 1 dl púrtvín
  • 3 msk hunang
  • 5 negulnaglar
  • 1 msk allrahanda

Það er mikilvægt að sneiða rauðkálshausinn í þunnar sneiðar. Það má gera með hníf en einnig er hægt að nýta matvinnsluvélina.

Hitið olíuna í þykkum potti eða á önnu  og mýkið laukinn og kálið.

Bætið öðrum hráefnum út á í pottinn/pönnuna og látið malla við vægan hita í um 1 klst.

Nú er að bæta öllu öðru saman við kálið og láta það malla við vægan hita í 1 klst. Passið að að ekki verði of þurrt í pottinum og bætið þá appelsínusafa í eða svolitlu af vatni.  Það er smekksatriði hversu mikið soðið kálið á að vera. Bragðið það loks til og bætið við hunangi ef þið viljið hafa það sætara.

Deila.