Peter Lehmann The Futures Shiraz 2008

Futures Shiraz er vín úr smiðju Peter Lehmann og kemur líkt og önnur vín hans af ekrum í Barossa. Shiraz er kóngurinn þar og þrúgurnar í þetta vín koma af gömlum vínvið með litlu uppskerumagni en samþjöppuðu bragði.

Heitur, bakaður og dökkur ávöxtur, sólerja- og plómusulta, jörð og leður, töluvert kryddað, áberandi lakkrís og kókos. Í munni sprækt, með lifandi sýru og góðum ferskleika, stórt og öflugt. Vín sem þolir ansi bragðmikinn mat og meðlæti, reynið með villibráðinni.

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.