Banfi Le Rime Pinot Grigio-Chardonnay 2011

Le Rime er hvítvín frá Toskana, eitt af mörgum ágætum vínum úr smiðju Banfi-vínhússins. Blandan er frönsk-ítölsk, Chardonnay og Pinot Grigio en sú samsetning er vinsæl hjá mörgum ítölskum víngerðarhúsum.

Þetta er ungt, einfalt og mjög ferskt vín, fallegur ljósgullinn litur, angan af sætum sítrusávöxtum, ferskjum, melónum og þroskuðum perum, sem sagt huggulegur ávaxtakokteill. Milt og áreynslulítið í munni, þægileg sýra sem gefur víninu ferskleika. Sem fordrykkur eða með grilluðum fiski.

1.999 krónur. Góð kaup.

Deila.