Spergilkál með sítrónu

Spergilkál eða brokkólí er ekki bara meinhollt heldur virkilega gott og hentar vel sem meðlæti með t.d. nautakjöti.

  • 2 vænir hausar af spergikláli
  • 1 sítróna, börkurinn rifnn og safinn pressaður
  • 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Skerið spergilkálið í bita og setjið í ofnfast form. Blandið ólífuolíu, rifnum sítrónuberki og pressuðum hvítlauk saman við. Saltið og piprið. Eldið við 200 gráður í um 25-30 mínútur. Blandið sítrónusafanum saman við og berið strax fram.

Deila.