Súkkulaðikaka með „fudge“-sósu

Þessi einfalda súkkulaðikaka var ein af þeim sem lenti á páskaborðinu, mjúk með blautri súkkulaðisósu eða það sem Bandaríkjamenn kalla „chocolate fudge sauce“.  Súkkulaðikökur gera alltaf lukku og það er hægt að nálgast uppskriftir að nokkrum í viðbót með því að smella hér. 

Súkkulaðikakan

  • 150 grömm smjör
  • 2 egg
  • 2,5 dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 msk kaffi
  • 1.5 dl hveiti
  • 0,5 dl kakó
  • 1 tsk lyftiduft
  • klipa af salti

„Fudge“-sósa

  • 1,5 dl rjómi
  • 1,5 dl sykur
  • 2 msk ljóst síróp
  • 100 suðusúkkulaði
  • 75 grömm mjúkt smjör

Stillið ofninn á 175 gráður.

Bræðið smjörið og leyfið að kólna á meðan þið blandið deiginu saman. Byrjið á því að hræra saman egg,sykur og vanillusykur. Bætið síðan kaffinu við. Sigtið hveitið, kakóið og lyftidutftið og hrærið því síðan út í ásamt saltinu.  Hrærið að lokum kælda smjörinu saman við. Setjið í 24 sm smelliform.

Bakið kökuna í miðjum ofninum í cirka 20 mín. Takið hana út og leyfið að kólna. Hún á að vera örlítið „blaut“.

Sósan
Setjið skál yfir vatnsbað og bræðið saman rjómann, sykurinn, sírópið og suðusúkkulaðið. Takið  skálina úr vatnsbaðinu og bætið smjörinu út í. Setjið síðan sósuna yfir kökuna og leyfið henni að kólna.

Berið fram með þeyttum rjóma.

Deila.