Steinseljukartöflur

Steinseljukartöflur sem þessar eru dæmigert franskt meðlæti með góðri steik en franska heitið er Pommes de terre persillées.. Reynið t.d. með T-Bone steik eða Ribeye eða lambakótilettum. Það þarf í sjálfu sér enga sósu með, smá Dijon-sinnep er nóg.

  • 4 bökunarkartöflur
  • 2-3 msk olía
  • 2 skalottulaukar, saxaðir
  • 1 búnt flatlaufa steinselja, söxuð
  • 2-3 msk smjör
  • salt og pipar

Flysjið kartöflurnar og skerið í teninga. Hitið olíuna á pönnu og steikið kartöfluteningana þar til að þeir eru orðnir eru orðnir gullinbrúnir, ca fimm mínútur. Bragðið til með salti og pipar.

Lækkið hitann, bætið smjörinu út á pönnuna ásamt skalottulauknum og steinseljunni og veltið um á pönnunni í 2-3 mínútur.

Deila.