Grillað eggaldin

Eggaldin er tilvalið að grilla. Með þessari aðferð hér – þ.e. að láta það liggja í saltvatni í smá stund – verður það stökkara og safaríkara.

Hitið 1 dl af vatni og leysið 2 msk af salti upp í heitu vatninu. Setjið í skál eða pott sem er nægilega stór til að rúma magnið af eggaldin sem til stendur að grilla og bætið köldu vatni saman við.

Skerið eggaldin niður í sneiðar, langsum eða þversum og setjið í skálina með saltvatninu. Látið liggja í vatninu í um 30 mínútur. Takið upp og þerrið á viskustykki.

Penslið eggaldinssneiðarnar með ólífuolíu og saltið. Grillið í  2-3 mínútur á hvorri hlið.

Berið fram sem meðlæti eða t.d. með basildressing.

Deila.