Einföld og flott grillsósa

Kaldar grillsósur eru alltaf góðar með kjötinu og þess vegna fiskinum. Það er BBQ-bragð í þessari og hún á því vel við grillkjöt með slíkri sósu. Svo er líka hægt að nota hana með t.d. grilluðum lax og kartöflum.

  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 2 msk majonnes
  • 2 msk Hickory Honey BBQ-sósa
  • 2 msk Sweet Chili-sósa
  • 1 lúka fínt saxaður graslaukur
  • 3 pressuð hvítlauksrif
  • salt og pipar

Blandið öllu saman. Best er að láta sósuna standa a.m.k. 1-2 klukkustundir í ísskáp áður en hún er borin fram. Ef ekki gefst tími til þess er líka hægt að bera hana beint fram.

Fullt af fleiri góðum sósum með kjötinu eru hér.