Arnaldo-Caprai Montefalco Rosso 2010

Vínhús Arnaldo Caprai í Úmbríu er ekki með þeim elstu og sögufrægustu á Ítalíu. það eru „einungis“ rúmir fjórir áratugir frá því að það var stofnað. Það er hins vegar fyrir all nokkru búið að skipa sér sess sem eitt besta – ef ekki hið besta – vínhús Úmbríu og hefur líka verið tilnefnt sem „vínhús ársins“ af ítölsku vínbiblíunni Gambero Rosso. Það er virkilega ánægjulegt að þessi frábæru vín séu nú fáanleg aftur á Íslandi.

Rauðvínið Montefalco Rosso er gert úr tveimur þrúgum, það er Sangiovese sem er ríkjandi en um þriðjungur blöndunnar er Úmbríuþrúgan Sagrantino. Þetta er þétt, dökkt og  kröftugt vín. Krydduð dökk berjaangan, krækiber, reykur, ,eik og vanilla. Í munni töluvert tannískt, stíft og tignarlegt.Vín fyri betri kjötrétti og osta. Mætti alveg geyma í 1-2 ár.

3.390 krónur.

Deila.