Pastasalat með kjúkling og Alabamasósu

Þetta er létt og sumarlegt pastasalat með kjúkling sem er tilvalið að bera fram í hádeginu á góðum sumardegi. Sniðugt að gera ef þið eigið afganga af grilluðum kjúkling. Annars má auðvitað líka grilla kjúklnginn sérstaklega fyrir salatið og krydda hann að vild, það má t.d. nota kryddlegin kjúklingaspjót eða þá Tabasco butterfly-kjúkling. Þær kryddblöndur falla vel að hvítu BBQ-sósunni frá Alabama sem að notuð er í salatið.

  • 500 g pasta (td. Fusilli skrúfur)
  • grillaður kjúklingur
  • 3 dl Alabama „White Barbecue Sauce“ (smellið til að sjá uppskrift)
  • 2 dl maís
  • 1 rauð paprika, fínt söxuð
  • 1 rauðlaukur finsaxaður
  • 1 grænn chilibelgur, fínt saxaður
  • 1 búnt fínt saxaður kóríander
  • salt og pipar

Sjóðið pasta. Hreinsið kjötið af kjúklingnum. Saxið grænmeti og kryddjurtir og blandið öllu saman í skál. Hrærið Alabama BBQ-sósunni saman við. Bragðið til með salti og pipar.

Ískalt rósavín passar vel við á heitum sumardegi.

Deila.