Beikon og sveppir eru klassísk pizzaálegg og ostarnir þrír gera þetta að fullkominni blöndu.
- Pizzadeig
- Heimatilbúin pizzasósa (smellið til að sjá uppskrift)
- 6-8 beikonsneiðar, skornar mátt
- 1 væn lúka sveppir, skornir í sneiðar
- 1-2 stórar mozzarellakúlur
- gróft rifinn parmesanostur
- rjómaostur
- basil til skreytingar
Fletjið út deigið. Smyrjið með pizzasósunni. Dreifið beikoni og sveppum yfir botninn. Skerið Mozzarella-kúlurnar í þunnar sneiðar og dreifið um botninn. Setjið nokkrar teskeiðar af rjómaosti á víð og dreif um botninn. Rífið parmesan yfir með grófa hlutan á rifjárninu.
Bakið í ofni við hæsta mögulega hita, gjarnan á pizzasteini, þar til að botninn er stökkur og ostarnir hafa bráðnað. Enn betra er að baka hana á pizzasteini á grilli.
Ítalskt rauðvín með að sjálfsögðu, s.s. hið toskanska Rivo al Poggio.
Þið getið svo skoðað marga tugi af spennandi pizzauppskriftum með því að smella hér.