Tagliatelle og kjúklingur í rjómasósu með basil og beikoni

Einföld og ljúf uppskrift að kjúklingapasta. Basil og bragðið gefa bragðið ásamt óreganó.

 • 500 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • 500 g tagliatelle
 • 1 laukur
 • 4-5 hvítlauksgeirar
 • 4-5 beikonsneiðar
 • 1 dl hvítvín
 • 2,5 dl rjómi/matreiðslurjómi
 • 1 tsk óreganó
 • klípa chiliflögur
 • lúka af ferskum söxuðum basil
 • salt og pipar

Hitið olíu á pönnu og steikið beikon í nokkrar mínútur. Bætið lauk og hvítlauk út á ásamt chiliflögu og mýkið í nokkrar mínútur. Setjið kjúklingin á pönnuna og brúnið bitana. Saltið og piprið og kryddið með óreganó. Hellið hvítvíni yfir og látið malla í 2-3 mínútur. Hellið rjóma á pönnuna og látið malla þar til að sósan fer að þykkna.

Sjóðið pasta. Blandið saman við sósuna á pönnunni. Bætið við smá nýmuldum pipar og basillaufunum. Berið fram með rifnum parmesanosti.

Fjölmargar aðrar pastauppskriftir sjáið þið svo með því að smella hér.

Deila.