Tenuta Sant’Antonio Monti Garbi Ripasso 2010

Monti Garbi er vín frá Castagnedi-bræðrunum í Valpolicella á Norður-Ítalíu. Það er flokkað sem Valpolicella Classico Superiore og er þar að auki Ripasso-vín. Superiore-vínin eru geymd á viðarámum í ár hið minnsta. Ripasso er það hins vegar kallað þegar að þrúgumassanum, sem verður eftir við framleiðslu á Amarone-vínum, er blandað saman við Valpolicella-vín og gerjunin látin fara í gang á nýjan leik.

Það eru rúsínur í nefi, reykur en einnig fersk, þroskuð ber, kirsuber, krydd, negull. Kröftugt og töluvert um sig í munni, skörp sýra, djúpur, kryddaður ávöxtur.

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.