Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2011

Þrúgurnar í Alpha-línunni frá Montes koma úr hlíðum Apalta-hæðanna í Colchagua-dalnum þar sem að svalt loft frá Kyrrahafinu temprar hitann í dalnum á nóttunni og gefur safaríkan, þroskaðan og ferskan ávöxt.

Raunar má segja að þetta sé Bordeaux-blanda þar sem að 10% af Merlot er bætt saman við. Nokkuð dökkt með djúpum lit, þroskuð, sæt sólber í nefi, kryddað, vottur af myntu og kaffi, eikin áberandi, brenndur sykur og vindlakassi. Mjög mjúk, þægileg tannín, feitt og þykkt með safaríkum ávexti.

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.