Vínin sem fengu Gyllta glasið 2014

Smökkun vegna Gyllta glasins var haldinn í maí og nú liggja niðurstöðurnar fyrir.  Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2013. Máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordicamánudaginn og þriðjudaginn 12-13 maí. Alls voru smökkuð 113 vín frá 11 vínbirgjum.

IMG_3589

Alls voru það 30 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var einsog fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoðarkonu sinni Sigrúnu Þormóðsdóttir og Ástþóri Sigurvinssyni.

Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Vínin eru:

Hvítvín:

  • Trivento Golden Reseve Chardonnay 2013    2.999 kr
  • Villa Maria Organic Cellar Sauvignon Blanc 2012    3.188 kr
  • Vicar´s Choice Pinot Gris 2013    2.499 kr
  • Tiki Estate Sauvignon Blanc 2011    2.698 kr
  • Tommasi Le Rosse Pinot Grigio 2013    2.499 kr
  • Torres Gran Vina Sol Chardonnay    2.549kr
  • Villa Maria Organic Private Bin Sauvignon Blanc 2012    2.999 kr
  • Pfaff Gewurztraminer 2012    2.650 kr
  • Willm Riesling Reserve 2013    2.499 kr
  • Alphart Neuburger Hausberg 2013    2.599 kr

Rauðvín:

  • Peter Lehmann Portrait Shiraz 2012    2.599 kr
  • Peter Lehmann Futures Shiraz 2009    3.199 kr
  • Villa Maria Syrah Private Bin Hawkes Bay 2011    3.089 kr
  • Le Soleilla Petit Mars 2012    2.740 kr
  • Altano Reserva Quinta do Ataide 2009    3.496 kr
  • Tenuta Sant´Antonio Monti Garbi Ripasso 2011.    2.999 kr
  • Gérard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2012    2.999 kr
  • Rosemount Shiraz 2012    2.650 kr
  • Windham Bin 555 Shiraz 2012    2.599 kr
  • Carmen Gran Reserva Cabernet Sauvignon 2010    2.699 kr
Deila.