Castello Fonterutoli 2010

Fonterutoli-kastalinn í Chianti Classico í Toskana er í eigu Mazzei-fjölskyldunnar, einni helstu víngerðarfjölskylduhéraðsins. Hér er á ferðinni sjálft „chateau“-vínið, sem er með betri vínum sem framleidd eru í Chianti.

Þetta er stórt og mikið vínið, mjög dökkt á lit, út í svarfjólublátt. Í nefi hefur vínið þurrt yfirbragð, blekað, fínlegt, með löngu sýruríku bragði, örlítill lakkrís, kryddað, lyng, te. Fínlegt en mjög öflug tannín, flottur strúktur. Massíft vín.

7.860 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.