Laurent Miquel Albarino 2013

Albarino er þrúgu sem er fyrst og fremst tengd við norðausturhluta Íberíuskagans. Vínsvæðin Rias Baixas og Valdeorras í Galisíu á Spáni og Vinho Verde í Portúgal. Þessi unaðslega þrúga er hins vegar sjaldséð utan þessara svæða og þetta er fyrsta Albarino vínið sem að við smökkum frá Frakklandi, nýtt vín úr smiðju Laurent Miquel í Languedoc.

Mjög ljóst og tært. Fersk angan, ferskar kryddjurtir, grænn ávöxtur, epli, perur, kívi, sítrus. Í munni brakandi ferskt, lifandi, sýru- og sítrusmikið með beiskum endi. Verulega flott vín. Sem fordrykkur eða með fiski þar sem smá sýra kemur við sögu, t.d. úr sítrónu.

2.799 krónur. Sérpöntun.

Deila.